22.6.2007 | 02:17
Takk Susie
Sorg
Vinkona mín var að deyja.
Hún kemur ekki aftur.
Ég mun ekki sjá hana brosa aftur.
Ekki heyra rödd hennar né hlátur.
Ekki sjá hana.
Hún dó á mánudagskvöldi.
Ég sá hana á mánudegi.
Hún var sofandi.
Ég fékk að kveðja hana.
Takk.
Takk, Takk, Takk Susie fyrir allt sem þú gafst mér.
Gleðina og vonina sem þú færðir mér og öllum í kringum þig.
Þú hjálpaðir mörgum. ´
Ég veit að þú ert ekki farin langt.
Og þú munt halda áfram að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda.
Þú munt verða með okkur í andanum og lifa að eilífu.
Dauði þinn er áminning fyrir okkur sem lifa í bata.
Ég verð að viðhalda bata mínum.
Annars mun alkahólismi ná tökum á huga mínum
og draga mig í geðveiki eða dauða.
Það er sannleikur.
Ég mun halda minningu þinni á lofti
með kærleika og sannleika.
Sannleika sem oftast er sár.
Sannleika sem bjargaði mér.
Sannleika.
Takk Susie fyrir allt.
Ps: Ég bið að heilsa Hirti og öllum hinum.
Pss: Og Guði.
Sjáumst seinna
þinn vinur Arnar
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Alvöru tækifæri Góð leið til að hagnast á sérþekkingu.
- Ef þú vilt opna netverslun Alvöru netverslun
- Frábært námskeið
Athugasemdir
Mjög falleg færsla Arnar. Ég var einmitt að lesa um vinkonu þína í morgun og ég samhryggist fjölskyldu hennar og öllum hennar vinum svo innilega. Hef sjálf þurft að horfa á eftir vinum á svipaðan hátt, fólki sem alls ekki hefði átt að fara svo fljótt. Ég vona heitt og innilega að þessi ótímabæru og átakanlegu dauðsföll verði öðrum forvörn. Þetta er svo hræðilegt að ég á ekki til orð.
Bestu kveðjur til þín og takk fyrir athugasemdina þína sem var mjög góð.
Laufey Ólafsdóttir, 27.6.2007 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.